Kröfur um 100% hækkun grunnlauna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við megum ekki ganga svo langt í jöfnuðinum að það verði enginn hvati eftir,“ sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Sagði hann ekki hafa komið til tals að setja lög á þær verkfallsaðgerðir sem standa yfir. Þá segist hann hafa heyrt kröfur um að lágmarkslaun verði að lágmarki 400 og 600 þúsund krónur og kröfur um allt að 100% hækkun grunnlauna.

Sagði Bjarni að væntingarnar í kjaraviðræðunum væru mjög misjafnar. Sagði hann heilmikið til í kröfum Bandalags háskólamanna (BHM) að menntun væri ekki nægilega metin til launa.

„Við þurfum að gæta okkur að fara ekki þannig fram að við séum sífellt að reyna að jafna,“ sagði Bjarni. Sagði hann að þó að margir væru þeirrar skoðunar að þessi lota kjaraviðræðna snerist um lægstu launin, þá þyrfti að ganga frá henni þannig að þetta snúist ekki aðeins um þau.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert