Sprengja fannst við Hafravatn

Frá Hafravatni
Frá Hafravatni Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook síðu sinni að sprengja úr sprengjuvörpu hafi fundist við Hafravatn á fimmtudag. 

Var lögregla kölluð til þar sem útivistarfólk hafði gengið fram á torkennilegan mun við vatnið og voru sérfræðingar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslunnar sendir á vettvang.

Í ljós kom að munurinn var sprengja úr sprengjuvörpu, líklega frá því á tímum seinni heimstyrjaldarinnar en æfingar á slík vopn fóru fram víða í kringum höfuðborgarsvæðið bæði á meðan á stríðinu stóð og eftir það. Var sprengjan gerð óvirk á staðnum. 

„Gott er að minna fólk á mikilvægi þess að kalla lögreglu strax til, finni það torkennilega muni sem gætu verið hernaðargögn eða sprengiefni enda getur óvarleg meðhöndlun á slíku orðið afdrifarík,“ segir í færslu lögreglu.

Í gær fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu útkall þar sem útivistarfólk hafði fundið torkennilegan mun á göngu sinni við...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Friday, April 24, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert