Þegar prófkvíðinn tekur völdin

Vorprófin eru framundan hjá mörgum námsmönnum.
Vorprófin eru framundan hjá mörgum námsmönnum. Eyþór Árnason

Vorpróf skólanna eru á næsta leiti. Prófatímabilið getur verið erfitt fyrir marga og í sumum tilvikum nær kvíðinn fyrir þeim svo sterkum tökum að prófin verða nær óbærileg og árangurinn mun slakari en efni standa til.

Orri Smárason er sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og hefur kynnt sér prófkvíða í þaula. Hann segir eðlilegt að finna fyrir ákveðnum streitueinkennum þegar prófin standa yfir en ef kvíðinn er svo mikill að geta nemandans taki að gjalda fyrir þá sé komið upp vandamál.

„Að vera kvíðinn fyrir prófin getur verið ósköp eðlilegt og gagnlegt viðbragð sem hvetur fólk til að undirbúa sig betur og leggja sig allt fram. Þetta er stress sem flestir kannast við og ekki til að hafa miklar áhyggjur af. Það er ekki fyrr en streitustigið er orðið það hátt að það byrjar að skemma fyrir að hægt er að tala um prófkvíða sem þarf að takast á við.“

Skýr líkamleg einkenni

Orri segir einkennin þannig að ekki ætti að fara milli mála hjá þeim sem haldinn er alvarlegum prófkvíða að eitthvað er í ólagi. „Oft koma fram greinileg líkamleg einkenni eins og mjög hraður hjartsláttur eða þurrkur í munni. Fólk getur orðið þvalt á höndum, þurft oft að hafa þvaglát eða hægðir og fengið mikinn hnút í magann.“

Þegar komið er í prófið getur nemandinn verið svo einbeitingarlaus af kvíða að honum gengur mjög illa að svara, og ef hann rekst á spurningu sem hann ræður ekki við getur þyrmt svo yfir nemandann að hann getur ekki með nokkru móti náð sér aftur á strik og tekist á við aðra hluta prófsins.

Þegar námið þyngist

Að sögn Orra geta margir ólíkir þættir legið að baki því að nemendur þróa með sér prófkvíða. „Oft fer einkennanna að verða vart þegar frammistaða í prófunum fer að skipta meira máli upp á framtíðina að gera og getur ákvarðað t.d. hvort nemandinn fær að færast yfir á næsta skólastig eða hlýtur inngöngu í það nám og skóla sem hann hefur augastað á. Sjáum við prófkvíðann yfirleitt koma fram á framhaldsskólaaldri en það getur líka gerst að börn í grunnskóla kenni mikils prófkvíða.“

Orsakirnar geta legið bæði í efðum og umhverfi. „Ákveðnir erfðaþættir gera fólk útsettara fyrir kvíða, og getur það þá birst í hvers kyns kvíðaröskunum, prófkvíða eða annars konar,“ útskýrir Orri. „Við sjáum prófkvíða einnig koma fram hjá krökkum sem eru mjög samviskusamir og gera ríkar og jafnvel óraunhæfar kröfur til sjálfra sín, og finnst alveg óþolandi að gera mistök.“

Þeir sem eiga við námsörðugleika að stríða geta líka farið að kenna mikils prófkvíða. „Þau upplifa próf þá sem mjög neikvæðan hlut, þar sem verið er að gera til þeirra kröfur sem þau standa ekki með nokkru móti undir. Kvíðinn getur þá verið lærður af fyrri reynslu, og verið miklu meiri en raunverulega er tilefni til.“

Skipulag og slökun

Að sögn Orra er alls ekki óvinnandi verk að ná tökum á prófkvíðanum. Agi, undirbúningur og slökunaræfingar geti gagnast mörgum en í alvarlegri tilvikum geti þurft sálfræðimeðferð. Alla jafna er lyfjameðferð ekki notuð við prófkvíða nema í undantekningartilfellum. Í tilviki yngstu nemendanna þurfi foreldrarnir að reyna að hafa auga með börnunum sínum, sjá hvort prófkvíði er mögulega til staðar, og taka svo þátt í því ferli að koma böndum á kvíðann.

„Það er ekki skimað markvisst eftir kvíðaeinkennum í skólum og ráðlegt fyrir foreldra að ræða við börnin sín um hvernig sýn þau hafa á prófin. Ætti að spyrja börnin spurninga sem leiða í ljós hvort þau hafa raunhæfar hugmyndir um afleiðingar þess ef prófið gengur illa. Þeir sem eru með prófkvíða hafa oft ákveðna bjögun í þankagangi og ofmeta stórlega afleiðingar þess að ganga illa á prófi, og mikla það fyrir sér að gera mistök. Börnin og unglingarnir verða að skilja að það er eðlilegt og mannlegt að gera mistök, og ekkert okkar kemst í gegnum lífið án þess að misstíga sig nokkrum sinnum.“

Ekki fara yfir strikið

Fyrsta ráðið sem Orri nefnir að hjálpi til að ná tökum á kvíðanum er einfaldlega að undirbúa prófin betur. Þar geta foreldrarnir leikið mikilvægt hlutverk og hjálpað nemandanum á heimilinu að skipuleggja lesturinn og upprifjunina. „En það verður líka að passa að ekki sé farið yfir strikið í prófundirbúningnum. Hjá sumum birtist prófkvíðinn í því að þeir undirbúa sig of mikið og eru jafnvel að lesa bækur og glósur alla nóttina fyrir próf. Ég líki þessu við að eiga að spila í mikilvægum fótboltaleik en verja allri nóttinni í að lyfta lóðum. Útkoman er sú sama, að hugur og líkami er ekki í sínu besta formi til að takast á við áskorunina.“

Ef bættur undirbúningur dugar ekki til þá má bæta við slökunaræfingum. „Til eru einfaldar og góðar aðferðir sem allir geta lært,“ segir Orri. „Þá getur hjálpað að læra ákveðnar aðferðir til að takast á við prófið með skipulögðum og öguðum hætti. Nemandinn er þá búinn að ákveða fyrirfram hvernig hann bregst við ef hann t.d. rekst á spurningu sem rekur hann á gat og er með úrræði uppi í erminni til að halda sér gangandi og einbeita sér að því að svara sem mestu.“

Atferlismeðferð og umgjörð

Dugi þetta ekki til er tímabært að leita til sérfróðra aðila til að fá mat á stöðunni og kanna meðferðarmöguleika. Hugræn atferlismeðferð eða HAM hefur sýnt bestan árangur við meðhöndlun kvíðavandamála og mælir Orri með sálfræðingum sem nota þá aðferð. Einnig má nálgast ókeypis meðferðarhandbók um HAM á netinu á heimasíðunni ham.reykjalundur.is.

Námsráðgjafar geta einnig hjálpað til, sérstaklega á framhalds- og háskólastigi, við að skipuleggja námið þannig að álagið verði viðráðanlegra. Segir Orri að það gæti t.d. slegið á kvíðann í háskóla að blanda saman fögum sem nemandanum þykja létt við fög sem honum þykja erfið.

Foreldrar geta oft átt í vandræðum með að skilja hversu mikið þeir eiga að þrýsta á börnin sín í náminu. Orri segir að of lítið aðhald af hálfu foreldra geti leitt til þess að barnið vanræki námið, en of mikið aðhald getur orðið til þess að magna upp kvíða og óhamingju.

„Það er mjög erfitt að segja til um hvar hinn gullni meðalvegur liggur. Allir foreldrar þurfa að finna sjálfir svarið en hafa þó hugafast að miklu skiptir að koma því skýrt til skila að það borgar sig að standa sig vel og leggja sig allan fram, jafnt í bóknámi sem í öllu öðru sem við tökumst á við í lífinu,“ útskýrir Orri. „Barnið verður líka að fá skýr skilaboð um það að við eigum öll okkar slæmu daga og að eitt slakt próf er ekki heimsendir.“

Kæruleysið sem afsökun

Kvíði fólks fyrir prófum getur tekið á sig ýmsar myndir. Orri segir suma nota það sem eins konar „varnar-mekanisma“ að undirbúa sig ekki vel. „Þetta fólk notar þá undirbúningsleysið sem afsökun fyrir því ef árangurinn á prófinu er ekki sem skyldi, og getur þannig komist undan því að líta á frammistöðuna sem mat á eigin getu.“

Kæruleysi og frestunarárátta er ekki góður ávani og getur verið ekki síður skaðlegt fyrir frammistöðuna en alvarlegur prófkvíði.

„Kæruleysið getur líka einfaldlega verið eitthvað sem nemandinn hefur vanist ef hann hefur átt leikandi létt með námið í grunnskóla. Margir reka sig á að þegar komið er í framhaldsskólann eru kröfurnar allt aðrar og einkunnirnar lækka skarplega. Er þá hægara sagt en gert fyrir hluta nemenda að venja sig af þeim námsaðferðum sem þeir hafa tamið sér í tíu ár. Getur verið töluvert átak að læra ný vinnubrögð, en um leið nauðsynlegt ef takast á að ljúka náminu sómasamlega og hvað þá ef stefnan er sett á háskólanám.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lítið um blóð í bankanum

14:45 Blóðbankinn leitar blóðgjafa í öllum blóðflokkum til þess að anna mikilli eftirspurn. „Við þurfum að minna blóðgjafa á okkur núna,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum. Mikil notkun blóðs veldur því að blóð vantar í alla flokka. Meira »

Sæbjúgnaveiðar bannaðar í Faxaflóa

14:43 Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert allar veiðar á sæbjúgum óheimilar frá og með deginum í dag, á tilteknu svæði á Faxaflóa. Þetta kemur fram í reglugerð ráðuneytisins, sem sögð er falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Meira »

Gleðiljómanum kippt undan honum

14:21 Aðstandendur hins 17 ára gamla Héðins Mána Sigurðssonar, sem greindist með krabbameinsæxli á þriðja stigi í höfði fyrr á árinu, hafa sett af stað söfnun fyrir hann. Héðinn býr í Vogum á Vatnsleysuströnd og þarf að fara nánast daglega á Barnaspítala Hringsins í lyfja- og geislameðferðir. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

13:15 Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Ingvar og Anna fyrst í Rangárþingi Ultra

13:07 Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra var haldin í fyrsta skipti laugardaginn 22. júlí. Keppnin gekk vel og um 80 keppendur hjóluðu. Þrátt fyrir örlítinn mótvind á síðari hluta leiðarinnar skiluðu sér allir í mark. Meira »

Skipstjóri sleit rafstreng á veiðum

12:57 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng sem lá neðansjávar við innanverðan Arnarfjörð. Maðurinn var skipstjóri á dragnótabáti. Meira »

Sól og 25 stig í vikunni

12:11 Sól og hiti verður á landinu í dag og á morgun, og gera má ráð fyrir allt að 25 stiga hita þar sem best lætur. Verður það á Norðausturlandi, þar sem hiti var kominn í 23 stig klukkan 11 í morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er hiti kominn í 17 gráður. Meira »

„Svæðið er allt að fara í rúst“

12:39 Formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir ekki hafa annað komið til greina en að hefja gjaldtöku við fossinn svo unnt sé að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu og öryggisgæslu. Honum er ekki kunnugt um annað en að viðbrögð gesta vegna gjaldtökunnar hafa verið góð. Meira »

John Snorri er kominn í þriðju búðir

11:59 John Snorri Sigurjónsson sem reynir nú að klífa fjallið K2 er kominn í þriðju búðir. Snjóflóð lenti á þeim búðum fyrir nokkru og enn er óljóst hvort búnaður hópsins, sem búið var að koma fyrir á milli þriðju og fjórðu búða, sé enn á sínum stað. Hópurinn stefnir á toppinn 27. júlí. Meira »

Strætó mun bregðast við álaginu

11:46 „Við munum vinna þetta í samvinnu og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, en fyrirtækið mun á næstu dögum bregðast við auknu álagi vegna fjölda erlendra skáta sem komnir eru hingað til lands á alþjóðlegt skátamót. Meira »

Endurnýjun flotans vekur athygli

11:20 Yfirstandandi endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans hefur ekki farið fram hjá erlendum fyrirtækjum. Áhugi þeirra á þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni hefur stóraukist miðað við síðustu ár, að sögn Marianne Rasmussen-Coulling, stjórnanda sýningarinnar. Meira »

Reyndu að lokka drengi upp í bíl

11:00 Tveir menn á appelsínugulum bíl reyndu að lokka þrjá drengi inn í bíl til sín í Grafarholtinu á laugardaginn. Frá þessu greindi áhyggjufullt foreldri inni á Facebook-síðu sem kallast „Ég er íbúi í Grafarholti“. Meira »

Glæfraakstur í umferðarþunga helgarinnar

10:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði 69 manns fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem ók hraðast mældist á 147 km/klst. Þung umferð var um helgina fyrir norðan enda veðrið með eindæmum gott þar. Meira »

Gefur kost á sér til formennsku SUS

10:15 Ingvar Smári Birgisson gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á 44. þingi sambandsins sem fer fram á Eskifirði dagana 8. til 10. september næstkomandi. Meira »

Gjaldheimtan „tímabundin aðgerð“

09:37 „Í raun og veru lítum við á þetta sem tímabundna aðgerð og auðvitað helgast framhaldið svolítið af því hvað ríkisvaldið gerir í þessum efnum og við höfum náttúrlega lengi verið að bíða eftir því,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings, í samtali við mbl.is. Meira »

Bjó til torfærubraut á Egilsstöðum

10:45 Mikill undirbúningur hefur staðið yfir í sumar fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Meðal annars hefur verið útbúin torfærubraut í Selskógi, en keppt verður í fjallahjólreiðum á mótinu. Meira »

Annar drengjanna enn á spítala

10:13 Tveir 16 ára dreng­ir voru flutt­ir á bráðadeild­ina í Foss­vogi eft­ir fjór­hjóla­slys á gatna­mótum Haga­lækj­ar og Laxa­lækj­ar á Sel­fossi í gærkvöldi. Annar þeirra hefur verið útskrifaður en hinn liggur enn á spítala og er alvarlega slasaður. Meira »

Kenna krökkum klifur á Grænlandi

08:40 Íslenskir fjallaleiðsögumenn standa fyrir verkefninu East Greenland Rock Climbing Project (EGRP) þar sem markmiðið er að setja upp klifurleiðir og kenna grænlenskum börnum að klifra. Meira »
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Til sölu háþrýstidæla
Til sölu Black og Decker háþrýstidæla, 65bör 360l/klst.Ónotuð ,hellingur af fy...
EZ Detect prófið fyrir ristilkrabbameini
Ez Detect prófblað er hent í salernið eftir hægðir. Ósýnilegt blóð veldur ...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...