Ævinlega merkt Druslugöngunni

Druslugangan er skipulögð ár hvert af hópi sjálfboðaliða sem leggja sitt af mörkum til að uppræta kynferðisofbeldi og færa skömmina af þolendum yfir á gerendur. Nokkrir af skipuleggjendunum tóku góðgerðarstarfið þó skrefinu lengra í dag þegar þeir létu húðflúra á sig merki göngunnar.

Þau Helga Dögg Ólafsdóttir, Hjalti Vigfússon og Sunna Ben gerðu sér ferð á Reykjavík Ink í hádeginu þar sem þau Ólafía Kristjánsdóttir og Jason Thompson, húðflúrarar, skelltu á þau hjarta með orðinu „drusla“. Var myndin hönnuð af Helgu Dögg, Grétu Þorkelsdóttur og Steinarri Ingólfssyni fyrir gönguna í fyrra, þar sem hægt var að kaupa svokölluð tyggjótattú.

Þann 25. júlí á þessu ári verður gangan farin í fimmta skipti hér á landi en víða er­lend­is er hefð fyr­ir göng­unni und­ir heit­inu Slut Walk. Til­urð göng­unn­ar má rekja til um­mæla sem lög­reglu­stjór­inn í Toronto lét eitt sinn falla um að nauðgan­ir væru á viss­an hátt á ábyrgð kvenn­anna sjálfra sem fyr­ir þeim yrðu. Frjáls­leg­ur klæðaburður og stutt pils ýttu und­ir nauðgan­ir.

Um­mæli lög­reglu­stjór­ans voru kveikj­an að göng­unni þar sem meg­in­áhersl­an er lögð á að ábyrgð kyn­ferðis­glæpa fær­ist frá þolend­um til gerenda. Ekki sé hægt að af­saka gjörðir þeirra sem fremja kyn­ferðis­glæpi með klæðaburði fórn­ar­lamba, ástandi þeirra eða hegðun.

Helga Dögg Ólafsdóttir, Sunna Ben og Hjalti Vigfússon fengu sér …
Helga Dögg Ólafsdóttir, Sunna Ben og Hjalti Vigfússon fengu sér Druslugöngutattú í dag. ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert