Andlát: Magnus Olafson

Magnus Olafson
Magnus Olafson

Marino Magnus Olafson frá Edinburg í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum andaðist í Cavalier föstudaginn 24. apríl síðast liðinn, 94 ára gamall.

Magnus Olafson fæddist í Garðasveit 23. október 1920. Foreldrar hans voru Jon Kristinson Olafson og Kristín Hermannsdóttir. Afi og amma Magnúsar í föðurætt, Kristinn Ólafsson frá Eyjafirði og Katrín Guðríður Ólafsdóttir frá Sveinsstöðum í Neshreppi á Snæfellsnesi, fluttu frá Íslandi til Vesturheims 1873 og til Norður Dakóta 1880. Móðir hans fæddist á Raufarhöfn og flutti með foreldrum sínum, Hermanni Hjálmarssyni úr Mjóafirði og Magneu Guðjohnsen, vestur í Garðasveit 1890, þegar hún var 13 ára.

Magnus var bóndi á fjölskyldubýlinu í Edinburg og síðan skrifstofustjóri hjá Hall-bræðrum eða J.G. Hall & Sons, helstu kartöfluræktendum héraðsins, þar til hann fór á eftirlaun.

Lois Patricia Flanagan, kona Magnusar, lést 1984. Þau eignuðust þrjú börn. Magnus var allt í öllu í íslenska samfélaginu í Norður-Dakota í áratugi. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1999 fyrir framlag sitt til varðveislu íslenskrar menningar og sögu í Norður-Dakóta. Hann var útnefndur heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga 2005 og 2013 gaf hann út bókina A Knight in Dakota. Útför hans verður í Edinburg miðvikudaginn 29. apríl nk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert