Íslendingur skrifar barnabók á norsku

Sildre, barnabók eftir Eyþór Sigurbergsson. Forsíða.
Sildre, barnabók eftir Eyþór Sigurbergsson. Forsíða.

Æsispennandi ævintýri vatnsdropans Sildre er efni nýrrar barnabókar á norsku eftir Vestmannaeyinginn Eyþór Sigurbergsson. Hún kom út 20. apríl s.l. í Noregi og er ætluð 4-8 ára börnum.

Eyþór flutti til Noregs árið 1978. Hann rekur þar Eytor Interaktiv Media (www.eytor.no) og setur upp gagnvirkar sýningar, annast grafíska hönnun og smíðar auk þess ræðupúlt sem m.a. Norska stórþingið og forseti Ghana nota.

Eyþór hannaði Sildre sem aðalpersónu í upplýsingakvikmynd um rafmagn árið 2003. Hún var notuð í sýningu um vatnsafl í fjölskylduskemmtigarði á Hunderfossen fyrir utan Lillehammer í meira en áratug.

Eyþór vinnur nú að framhaldi bókarinnar um Sildre og gerist hún að hluta á Íslandi.

Eyþór sagði það sérstakt við bókina að víða í henni eru QR-kóðar sem gera bókina gagnvirka og uppfæranlega. QR-kóðarnir leiða lesandann á heimasíðu Sildre. Þar verða getraunir, upplýsingar og ýmsar vísbendingar. Einnig er mögulegt að birta þar texta bókarinnar, til dæmis á íslensku eða öðrum tungumálum.

Eyþór Sigurbergsson, barnabókahöfundur og uppfinningamaður í Noregi.
Eyþór Sigurbergsson, barnabókahöfundur og uppfinningamaður í Noregi.
Sildre, regndropinn sem bók Eyþórs Sigurbergssonar fjallar um.
Sildre, regndropinn sem bók Eyþórs Sigurbergssonar fjallar um.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert