Segir Silicor hafa svarað fullum hálsi

Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.

Fyrirtækið Silicor svaraði Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi fullum hálsi eftir að hann bloggaði í fyrra um áform þess að reisa verksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði, bæði með því að gera árás á vefsíðu Wikipedia um Harald. Þetta kemur fram á bloggsíðu Haraldar, vulkan.blog.is.

„Mér til nokkurrar undrunar skrifaði fyrirtækið mér fullum hálsi, með því að gera árás á vefsíðu þá, sem vefritið Wikipedia hefur um mig og mín vísindastörf. Þar hefur agent eða umboðsmaður Silicor komist inn og skrifað meðal annars að Haraldur Sigurðsson sé virkur í að deila á Bandaríkjastjórn, deili á auðveldisstefnu heimsins, á starfsemi Kínverja á Norðurheimsskautinu, og einnig að ég hafi lýst því yfir að ég muni starfa gegn Hilary Clinton, ef hún fer í forsetaframboð,“ skrifar Haraldur.

Frétt mbl.is: Undirrituðu samning vegna kísilverksmiðju

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert