Tölvukerfi héraðsdóms á hliðinni

Dómarinn tilkynnir að fresta þurfi dómhaldi vegna tölvuvandans.
Dómarinn tilkynnir að fresta þurfi dómhaldi vegna tölvuvandans. mbl.is/Golli

Tölvukerfi Héraðsdóms Reykjavíkur er í einhverju ólagi sem tefur upphaf stóra markaðsmisnotkunarmáls Kaupþings í dag. Önnur vika aðalmeðferðar er að hefjast, en í síðustu viku voru tvö vitni yfirheyrð, sem einnig eru ákærð í málinu. Ef allt gengur samkvæmt áætlun má gera ráð fyrir að þrír einstaklingar verði yfirheyrðir í þessari viku.

Dómari kynnti fyrir viðstöddum að meðferð málsins yrði frestað um eina klukkustund til klukkan tíu, en þá verður athugað hvernig mál standa og hvort tölvukerfið sé komið í lag.

Samkvæmt upplýsingum frá dómara málsins er alveg sambandslaust við tölvukerfi dómstólsins þannig að ekki er hægt að tengjast neti, upptökukerfi eða málakerfi dómsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert