Beita nýrri aðferð í kjarabaráttu

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.

Síðustu ár hefur færst í vöxt að boðað sé til verkfalla í áföngum þannig að verkfallsþunginn stigmagnist.

Þetta segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Tilefnið er þau ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í kvöldfréttum RÚV í fyrradag, að orðið hafi ákveðin breyting með því að „einstakar stofnanir verða fórnarlömb verkfalla, þótt félagsmenn viðkomandi félags séu ekki allir í verkfalli“.

Bjarni lét ummælin falla vegna verkfalla félagsmanna í Bandalagi háskólamanna, BHM, en 676 félagsmenn tóku þátt í þeim aðgerðum um síðustu helgi, rúmlega fimmtungur félagsmanna. Meðal þeirra eru starfsmenn hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og félagar í Dýralæknafélagi Íslands. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gylfi Dalmann það nýtt í verkfallssögunni að opinberir starfsmenn boði nú verkföll á mismunandi tímum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert