Ingvar ósáttur við yfirlýsingu ÍR

Ingvar Hjartarson
Ingvar Hjartarson Eva Björk Ægisdóttir

„Ég talaði við stjórnarmann FRÍ eftir hlaupið og hann sagði mér að vegna þess að þetta er Íslandsmeistaramót sé kærufrestur hálftími eftir að úrslit séu birt. Það þykir mér eðlilegur tími þegar keppt er í Laugardalshöllinni eða álíka en mjög stuttur kærufrestur þegar keppt er í götuhlaupi,“ sagði Ingvar Hjartarson, úr Fjölni, sem hafnaði í öðru sæti í Víðavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta. 

Arnar Pétursson úr ÍR sigraði hlaupið en var sakaður um að hafa stytt sér leið á lokakaflanum. Frjálsíþróttasamband Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Arnar hefði ekki rofið neinar merkingar og því munu úrslit hlaupsins standa.

Ingvar er ekki sáttur við yfirlýsingu ÍR vegna hlaupsins. Þá finnst honum að framkvæmdastjóri ÍR, sem var á staðnum og sá atvikið, hefði átt að gera athugasemd við þetta.  

Brautarverðirnir komu hlaupandi

En hvað finnst Ingvari um þetta, hefur hann séð umrætt myndband? „Ég hef auðvitað séð myndbandið og finnst þetta miklu verra brot en mér fannst í hlaupinu sjálfu og strax að því loknu. Eina sem ég tók eftir á staðnum er að Arnar tekur betri beygju en ég og kemur á undan mér út úr beygjunni. Ég áttaði mig ekkert á því hvert hann fór eða hvað gerðist.“

Í yfirlýsingu mótshaldara hlaupsins kemur fram að það sé ekkert við Arnar að sakast vegna þess að brautin hafi ekki verið nógu vel merkt. Er Ingvar sammála því?

 „Já, mér finnst ekkert við Arnar að sakast þar sem brautin var ekki nógu vel merkt. Það vantaði borða eða grindverk til að merkja hlaupaleiðina betur. Ef horft er á myndbandið sést að brautarverðir koma hlaupandi um leið og við erum komnir framhjá til að koma í veg fyrir að aðrir hlauparar geri sömu mistök og Arnar gerði. Það er því greinilegt að brautarverðir átta sig strax á því að þetta sé ekki líðandi, ekki rétt hlaupaleið og fara þeir til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“

Þarf þá ekki að bæta skipulagningu götuhlaupa til að koma í veg fyrir svona vafamál í framtíðinni? „Mér finnst að það þurfi að gera það. Allavega þegar hlaupið er svona stórt finnst mér vanta betri merkingar; hvar er leiðin og hvar er leyfilegt að hlaupa?“

Segist ekki vera svekktur út í Arnar

Ingvar sagðist ekki vera svekktur út í Arnar. „Ég get ekki pirrað mig út í hann, þetta hefði auðveldlega getað farið á hinn veginn. Það er líka hlutur sem ég er forvitinn hvernig hefði farið, ef þetta hefði verið öfugt. Hefðu ÍR-ingarnir þá kært hlaupið vegna þess að þeirra maður lenti undir?  Hefði þetta verið dæmt öðruvísi?“

Hann sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hlaup sé á gráu svæði og ÍR-ingur komist upp með það. „Ég hef lent í þessu áður. Þá tilkynnti hlaupstjóra strax, áður en úrslit voru tilkynnt, að hlaupari hefði brotið af sér í hlaupinu. Það var ÍR-ingur og ekkert var aðhafst í því máli. ÍR-ingur var einnig hlaupstjóri í því máli og ég spyr því hvort það sé eðlilegt?

Eðlilegt að framkvæmdastjóri ÍR hefði kært

Ingvar sagði að framkvæmdastjóri FRÍ hafi verið á hlaupinu sjálfu og séð atvikið. Síðar gefi hann út yfirlýsingu vegna málsins. „Er þá ekki hans hlutverk að kæra þetta, sem framkvæmdastjóra FRÍ og gera athugasemd við þetta. Ég talaði við hann eftir hlaupið og mamma heyrði hann fussa og sveia yfir þessu á staðnum og manni hefði þótt eðlilegt að hann gerði eitthvað í þessu á staðnum.“

Ingvar er ekki sáttur við yfirlýsinguna, þar sem kemur fram að kærufrestur vegna hlaupsins sé liðinn. „Mér finnst ótrúlegt að þeir segi að kærufresturinn sé liðinn. Þeir segja því skýrt að það sé alveg sama hversu mikið þið tuðið, þessu verður ekki breytt. Það er því alveg sama hvað maður gerir, tuðar, eða sýnir gögn, stjórnin og ÍR-ingarnir ætla ekkert að breyta þessu,“ sagði Ingvar.

Hér sést hvar Arnar kemur rétt á undan Ingvari í ...
Hér sést hvar Arnar kemur rétt á undan Ingvari í mark mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

50% starfsmanna orðið fyrir ofbeldi

19:51 Um helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun, sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2, þá hafa 50% starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti. Meira »

2 starfsmenn á hvert leikskólabarn

19:20 Misjafnt er hvernig sumarfríi leikskólanna er háttað. Í Reykjavík eru allir leikskólar lokaðir yfir sumarið, í flestum tilfellum í fjórar vikur. Í Garðabæ eru leikskólarnir opnir allt árið og þessa dagana eru starfmenn helmingi fleiri en börnin. Meira »

„Markmiðið að koma lifandi í mark“

18:27 Frændsystkinin Gauti Skúlason og Ásthildur Guðmundsdóttir ætla að fara saman hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu þann 19. ágúst næstkomandi, eða 21 kílómetra. Þrátt fyrir að Gauti muni hlaupa vegalendina og Ásthildur sitja í sérsmíðuðum hlaupahjólastól, þá eru þau að gera þetta saman. Meira »

25 stig, blankalogn og glampandi sól

17:30 Það var sannkölluð veðurblíða í Hallormsstaðarskógi í dag. Hitastigið fór upp í 25 gráður samkvæmt löggiltum hitamælum á svæðinu og segir aðstoðarskógarvörður að í skógarrjóðrum hafi það líklega verið nær 26 eða 27 stigum. Meira »

Sóttu slasaðan göngumann við Helgufoss

16:38 Tilkynnt var um slasaðan göngumann við Helgufoss í Mosfellsdal í dag en þar hafði fjölskylda verið í göngu þegar amman missteig sig og slasaðist á ökkla. Meira »

Pottur brann yfir í Garðabæ

16:32 Pottur brann yfir í Boðahlein í Garðabæ í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var nokkur viðbúnaður þegar fyrst var tilkynnt um atvikið en þegar fyrsti dælubíll mætti á vettvang var öðrum bílum snúið við. Meira »

Á HM þrátt fyrir svakalega byltu

16:25 Fáir reiknuðu með að knapinn Svavar Hreiðarsson og hryssan Hekla myndu komast á HM í Hollandi í ágúst eftir að hafa dottið illa í júní. Svavar hlaut miklar blæðingar í vöðvum en hann náði þó takmarkinu og er á leið til Hollands. Hann er jafnframt fyrsti landsliðsknapinn með MS-sjúkdóminn. Meira »

Á bráðamóttöku á Íslandi

16:30 Ferð til Íslands í raunveruleikaþáttunum The Real Housewives fór ekki eins og ætlað var.  Meira »

Árekstur á Ólafsfjarðarvegi

16:22 Ólafsfjarðarvegur er lokaður vegna bílslyss en vegurinn er lokaður við Syðri-Haga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Ók á umferðarljós og ljósastaur

15:00 Bifreið var ekið á umferðarljós og ljósastaur við Gullinbrú í Grafarvogi í Reykjavík núna seint á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir í bílnum. Meira »

Lóðalagerinn tæmdist

14:50 Nær öllum lausum lóðum í Grindavík hefur verið úthlutað og skortur er á húsnæði. Þótt húsnæðismál séu ofarlega á baugi er það þó helsta kappsmál bæjarins að ná því í gegn að endurbætur verði gerðar á Grindavíkurvegi. Meira »

Kannabismoldin á borði lögreglu

14:26 Lögreglan er búin að kanna vettvanginn á jörðinni Miðdal 1 við Nesjavallaleið þar sem mikið magn af kannabismold var skilið eftir ásamt umbúðum af áburði og vökvakerfi. Landeigandinn segir að ræktendurnir hefðu einnig skilið eftir sig vísbendingar sem lögregla geti nýtt til að hafa uppi á þeim. Meira »

Drep í húð eftir fitufrystingu

13:45 Engar reglur eða lög eru til um hver megi bjóða upp á fitufrystingu eða sprautun fylliefna undir húð. Formaður félags íslenskra lýtalækna, Halla Fróðadóttir, telur að þetta þurfi að endurskoða en í dag falla þessar meðferðir ekki undir heilbrigðisstarfsemi. Meira »

Leitinni að Begades hætt í bili

12:55 Leitinni að Georgíumanninum Nika Begades, sem er talinn af eftir að hafa fallið í Gullfoss á miðvikudag, er lokið. Búið er að kemba um 30 kílómetra í og meðfram Hvítá frá fossinum en leitin hefur ekki borið árangur. Meira »

John Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

Skjálfti í Mýrdalsjökli

13:06 Skjálfti að stærð 3,2 með upptök við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli mældist klukkan 22:18 í gærkvöldi. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Meira »

Kýldur ítrekað í andlitið

11:23 Karlmaður var kýldur ítrekað í andlitið fyrir utan veitingastað í miðborginni snemma í morgun.   Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »
Vatnsheld Einangrun
FinnFoam XPS. 585X1235:100. s:822-5950...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...