Ingvar ósáttur við yfirlýsingu ÍR

Ingvar Hjartarson
Ingvar Hjartarson Eva Björk Ægisdóttir

„Ég talaði við stjórnarmann FRÍ eftir hlaupið og hann sagði mér að vegna þess að þetta er Íslandsmeistaramót sé kærufrestur hálftími eftir að úrslit séu birt. Það þykir mér eðlilegur tími þegar keppt er í Laugardalshöllinni eða álíka en mjög stuttur kærufrestur þegar keppt er í götuhlaupi,“ sagði Ingvar Hjartarson, úr Fjölni, sem hafnaði í öðru sæti í Víðavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta. 

Arnar Pétursson úr ÍR sigraði hlaupið en var sakaður um að hafa stytt sér leið á lokakaflanum. Frjálsíþróttasamband Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Arnar hefði ekki rofið neinar merkingar og því munu úrslit hlaupsins standa.

Ingvar er ekki sáttur við yfirlýsingu ÍR vegna hlaupsins. Þá finnst honum að framkvæmdastjóri ÍR, sem var á staðnum og sá atvikið, hefði átt að gera athugasemd við þetta.  

Brautarverðirnir komu hlaupandi

En hvað finnst Ingvari um þetta, hefur hann séð umrætt myndband? „Ég hef auðvitað séð myndbandið og finnst þetta miklu verra brot en mér fannst í hlaupinu sjálfu og strax að því loknu. Eina sem ég tók eftir á staðnum er að Arnar tekur betri beygju en ég og kemur á undan mér út úr beygjunni. Ég áttaði mig ekkert á því hvert hann fór eða hvað gerðist.“

Í yfirlýsingu mótshaldara hlaupsins kemur fram að það sé ekkert við Arnar að sakast vegna þess að brautin hafi ekki verið nógu vel merkt. Er Ingvar sammála því?

 „Já, mér finnst ekkert við Arnar að sakast þar sem brautin var ekki nógu vel merkt. Það vantaði borða eða grindverk til að merkja hlaupaleiðina betur. Ef horft er á myndbandið sést að brautarverðir koma hlaupandi um leið og við erum komnir framhjá til að koma í veg fyrir að aðrir hlauparar geri sömu mistök og Arnar gerði. Það er því greinilegt að brautarverðir átta sig strax á því að þetta sé ekki líðandi, ekki rétt hlaupaleið og fara þeir til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“

Þarf þá ekki að bæta skipulagningu götuhlaupa til að koma í veg fyrir svona vafamál í framtíðinni? „Mér finnst að það þurfi að gera það. Allavega þegar hlaupið er svona stórt finnst mér vanta betri merkingar; hvar er leiðin og hvar er leyfilegt að hlaupa?“

Segist ekki vera svekktur út í Arnar

Ingvar sagðist ekki vera svekktur út í Arnar. „Ég get ekki pirrað mig út í hann, þetta hefði auðveldlega getað farið á hinn veginn. Það er líka hlutur sem ég er forvitinn hvernig hefði farið, ef þetta hefði verið öfugt. Hefðu ÍR-ingarnir þá kært hlaupið vegna þess að þeirra maður lenti undir?  Hefði þetta verið dæmt öðruvísi?“

Hann sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hlaup sé á gráu svæði og ÍR-ingur komist upp með það. „Ég hef lent í þessu áður. Þá tilkynnti hlaupstjóra strax, áður en úrslit voru tilkynnt, að hlaupari hefði brotið af sér í hlaupinu. Það var ÍR-ingur og ekkert var aðhafst í því máli. ÍR-ingur var einnig hlaupstjóri í því máli og ég spyr því hvort það sé eðlilegt?

Eðlilegt að framkvæmdastjóri ÍR hefði kært

Ingvar sagði að framkvæmdastjóri FRÍ hafi verið á hlaupinu sjálfu og séð atvikið. Síðar gefi hann út yfirlýsingu vegna málsins. „Er þá ekki hans hlutverk að kæra þetta, sem framkvæmdastjóra FRÍ og gera athugasemd við þetta. Ég talaði við hann eftir hlaupið og mamma heyrði hann fussa og sveia yfir þessu á staðnum og manni hefði þótt eðlilegt að hann gerði eitthvað í þessu á staðnum.“

Ingvar er ekki sáttur við yfirlýsinguna, þar sem kemur fram að kærufrestur vegna hlaupsins sé liðinn. „Mér finnst ótrúlegt að þeir segi að kærufresturinn sé liðinn. Þeir segja því skýrt að það sé alveg sama hversu mikið þið tuðið, þessu verður ekki breytt. Það er því alveg sama hvað maður gerir, tuðar, eða sýnir gögn, stjórnin og ÍR-ingarnir ætla ekkert að breyta þessu,“ sagði Ingvar.

Hér sést hvar Arnar kemur rétt á undan Ingvari í ...
Hér sést hvar Arnar kemur rétt á undan Ingvari í mark mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Tattoo
...
Hleðslutæki fyrir Li-ion Ni-Mh-og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...