Ökumaðurinn í farbann

mbl.is/Kristinn

Ökumaður bifreiðar sem lenti útaf á Biskupstungnabraut fyrr í mánuðinum hefur verið settur í farbann til 24. júlí en samkvæmt greinargerð lögreglu er rökstuddur grunur um að hann hafi valdið mannsbana af gáleysi.

Hæstiréttur féllst á beiðni lögreglunnar á Suðurlandi um að manninum verði gert að sæta farbanni en áður hafði Héraðsdómur Suðurlands hafnað kröfu lögreglunnar.

Rúmlega tvítugur maður sem var farþegi í farangursgeymslu bifreiðarinnar kastaðist út úr henni og lést af áverkum sem hann hlaut er hann hafnaði undir henni. 

Í tilkynningu frá lögreglunni þann 11. apríl, tveimur dögum eftir slysið, kemur fram að rannsókn hafi leitt í ljós að hinn látni var farþegi í farangursrými bifreiðarinnar sem er skutbíll, hafi kastaðist út úr bifreiðinni enda ekki í öryggisbelti og stöðvaðist bifreiðin að ofan á honum. Samferðamenn hans og aðrir vegfarendur hjálpuðust að við að ná honum undan bílnum og var hann í framhaldi af því fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann lést.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert