Öll spjót beinast að Ingólfi

Ingólfur Helgason, fv. forstjóri Kaupþings á Íslandi.
Ingólfur Helgason, fv. forstjóri Kaupþings á Íslandi.

Deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafði lítið sem ekkert að segja um stærstan hluta þess eignasafns sem skráð var hjá deildinni og samanstóð af bréfum í bankanum sjálfum. Allar ákvarðanir í því máli voru á höndum forstjóra bankans, Ingólfs Helgasonar. Þetta hefur komið fram í yfirheyrslu yfir fv. forstöðumanni eigin viðskipta, Einari Pálma Sigmundssyni, sem er einn ákærðu í málinu.

„Höfðum ekkert um þetta að segja“

Saksóknari í málinu hefur meðal annars lagt fram yfirlit yfir hlutafjáreign deildarinnar í Kaupþingi. Einar hafði áður sagt að hann væri varfærinn að eðlisfari og væri ósáttur við svona stórar stöður, en að bankinn væri áhættusækinn banki og hann væri starfsmaður þar. Sagði hann allar ákvarðanir um þetta hafa komið frá yfirstjórnendum bankans. „Eigin viðskipti vissu á þessum tíma að við höfðum ekkert um þetta að segja,“ sagði Einar.

Ingólfur stjórnaði Kaupþingsbréfunum

Saksóknari hefur í málinu lagt fram fjölda símtala milli Ingólfs og Einars sem ýta undir að Ingólfur hafi í raun stýrt öllu sem tengdist kaupum og sölum á bréfum í bankanum sjálfum. Þá hefur Einar í yfirheyrslu síðustu tvo daga svarað því afdráttarlaust að öll fyrirmæli hafi komið frá Ingólfi varðandi hvernig viðskiptum með bréfin skyldi háttað.

[Við] „vissum ekki alltaf hver ástæðan fyrir því að yfirstjórn var að kaupa,“ sagði Einar um vitneskju og áhrif starfsmanna eigin viðskipa um Kaupþingsbréfin. Bætti hann við að í raun hefði deildin ekki vitað hvort þau væru að kaupa og selja bréf til að auka seljanleika og þar af leiðandi vera óformlegur viðskiptavaki, eða hvort áætlunin hafi verið að byggja upp stærri hlutabréfapakka sem seinna átti að selja.

Meðal þekktra hlutabréfapakka sem voru seldir á þennan hátt voru Al Thani kaupin, auk kaupa félaganna Holts, Desulo og Mata, en fyrir seinni viðskiptin þrjú er einnig ákært í þessu máli.

Vildi ekki selja öðrum bönkum

Í einu símtalanna sem var spilað í dag kemur fram að Ingólfur hafi ekki viljað selja öðrum bönkum bréf í Kaupþingi þar sem menn hafi verið hræddir við árásir á verð bankans. Aftur á móti hafi hann verið til í að selja ef um væri að ræða sérstaka aðila, sem upplýst var að væru stærri lífeyrissjóðir.

Því til sönnunar að deild eigin viðskipta hafi lítið með Kaupþingsbréfin að segja benti Einar á að þegar Gnúpur féll árið 2008 hafi stór skammtur Kaupþingsbréfa frá þeim ratað inn á bók eigin viðskipta. Auk þess hafi talsvert af bréfum í FL Group fylgt með, en af þessu hafi verið mikið tap. Deildin hafi aftur á móti ekki haft neitt að segja með þetta.

Öll spjót beinast að Ingólfi

Í dómsmálinu eru þeir Einar og Ingólfur kærðir fyrir markaðsmisnotkun á kauphlið málsins. Auk þeirra eru starfsmenn eigin viðskipta, þeir Birnir Sær Björnsson og Pétur Kristinn Guðmarsson ákærðir. Þá eru brotin sögð hafa verið framkvæmd að undirlagi Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar, fv. stjórnarformanns og forstjóra Kaupþings.

Fram til þessa hafa öll bönd beinst að Ingólfi og símtöl og tölvupóstsendingar sýnt fram á að hann hafi verið mjög viðriðinn málið og skipað fyrir varðandi kaup og sölu. Framburður Einars Pálma, Birnis og Péturs Kristins hafa einnig rennt frekari stoðum undir það. Þá sagði saksóknari í dag að áætla megi lengri tíma í yfirheyrslur á Ingólfi en upphaflega var áætlað. 

Tenging Hreiðars Más og Sigurðar hefur aftur á móti hingað til verið takmörkuð, en næstu tveir dagar, þegar Ingólfur kemur fram sem vitni, munu væntanlega varpa nánara ljósi á hvort aðkoma þeirra hafi verið einhver, eins og getið er á um í ákærunni.

Aðalmeðferð í málinu mun standa yfir í 22 daga, en ...
Aðalmeðferð í málinu mun standa yfir í 22 daga, en slíkt er mjög fáheyrt hér á landi.
Einar Pálmi hefur síðustu tvo daga setið fyrir svörum.
Einar Pálmi hefur síðustu tvo daga setið fyrir svörum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Ákærðir fyrir brot á lögum um náttúruvernd

Í gær, 21:14 Þrír menn hafa verið ákærðir af embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fyrir að hafa í fyrra brotið gegn lögum um náttúruvernd og auglýsingu um friðland á Hornströndum með því að hafa laugardaginn 28. Maí í fyrra komið í friðlandið og dvalið þar í vikutíma án þess að tilkynna Umhverfisstofnun um ferðalag sitt. Meira »

Nýr ketill hefur myndast í Öræfajökli

Í gær, 21:14 Nýr sigketill, um einn kílómetri í þvermál, hefur myndast í öskjunni í Öræfajökli síðastliðna viku. Þetta sýna nýlegar gervihnattamyndir af jöklinum. Þá náði flugstjóri í farþegaflugi einnig ljósmyndum í dag og sendi Veðurstofunni. Meira »

Annað og meira en reynsla og kjöt

Í gær, 20:26 Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Hún segir biðina eiga sér margar hliðar, bjartar og dimmar. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

Í gær, 19:51 Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Flugeldasala og gistiskýli fari ekki saman

Í gær, 19:20 Eigendur fyrirtækja í byggingu við Bíldshöfða 18 í Reykjavík krefjast þess að sýslumaður leggi lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu, en til stendur að hýsa þar 70 hælisleitendur. Telja eigendur fyrirtækjanna meðal annars að eignir þeirra kunni að rýrna. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Í gær, 18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

Í gær, 18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

Í gær, 17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

Í gær, 17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

Í gær, 18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

Í gær, 17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

Í gær, 17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Teikning eftir Barböru Árnason
Til sölu teikning eftir Barböru Árnason, stærð ca 23x13 cm. Uppl. í síma 772-2...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...