Öll spjót beinast að Ingólfi

Ingólfur Helgason, fv. forstjóri Kaupþings á Íslandi.
Ingólfur Helgason, fv. forstjóri Kaupþings á Íslandi.

Deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafði lítið sem ekkert að segja um stærstan hluta þess eignasafns sem skráð var hjá deildinni og samanstóð af bréfum í bankanum sjálfum. Allar ákvarðanir í því máli voru á höndum forstjóra bankans, Ingólfs Helgasonar. Þetta hefur komið fram í yfirheyrslu yfir fv. forstöðumanni eigin viðskipta, Einari Pálma Sigmundssyni, sem er einn ákærðu í málinu.

„Höfðum ekkert um þetta að segja“

Saksóknari í málinu hefur meðal annars lagt fram yfirlit yfir hlutafjáreign deildarinnar í Kaupþingi. Einar hafði áður sagt að hann væri varfærinn að eðlisfari og væri ósáttur við svona stórar stöður, en að bankinn væri áhættusækinn banki og hann væri starfsmaður þar. Sagði hann allar ákvarðanir um þetta hafa komið frá yfirstjórnendum bankans. „Eigin viðskipti vissu á þessum tíma að við höfðum ekkert um þetta að segja,“ sagði Einar.

Ingólfur stjórnaði Kaupþingsbréfunum

Saksóknari hefur í málinu lagt fram fjölda símtala milli Ingólfs og Einars sem ýta undir að Ingólfur hafi í raun stýrt öllu sem tengdist kaupum og sölum á bréfum í bankanum sjálfum. Þá hefur Einar í yfirheyrslu síðustu tvo daga svarað því afdráttarlaust að öll fyrirmæli hafi komið frá Ingólfi varðandi hvernig viðskiptum með bréfin skyldi háttað.

[Við] „vissum ekki alltaf hver ástæðan fyrir því að yfirstjórn var að kaupa,“ sagði Einar um vitneskju og áhrif starfsmanna eigin viðskipa um Kaupþingsbréfin. Bætti hann við að í raun hefði deildin ekki vitað hvort þau væru að kaupa og selja bréf til að auka seljanleika og þar af leiðandi vera óformlegur viðskiptavaki, eða hvort áætlunin hafi verið að byggja upp stærri hlutabréfapakka sem seinna átti að selja.

Meðal þekktra hlutabréfapakka sem voru seldir á þennan hátt voru Al Thani kaupin, auk kaupa félaganna Holts, Desulo og Mata, en fyrir seinni viðskiptin þrjú er einnig ákært í þessu máli.

Vildi ekki selja öðrum bönkum

Í einu símtalanna sem var spilað í dag kemur fram að Ingólfur hafi ekki viljað selja öðrum bönkum bréf í Kaupþingi þar sem menn hafi verið hræddir við árásir á verð bankans. Aftur á móti hafi hann verið til í að selja ef um væri að ræða sérstaka aðila, sem upplýst var að væru stærri lífeyrissjóðir.

Því til sönnunar að deild eigin viðskipta hafi lítið með Kaupþingsbréfin að segja benti Einar á að þegar Gnúpur féll árið 2008 hafi stór skammtur Kaupþingsbréfa frá þeim ratað inn á bók eigin viðskipta. Auk þess hafi talsvert af bréfum í FL Group fylgt með, en af þessu hafi verið mikið tap. Deildin hafi aftur á móti ekki haft neitt að segja með þetta.

Öll spjót beinast að Ingólfi

Í dómsmálinu eru þeir Einar og Ingólfur kærðir fyrir markaðsmisnotkun á kauphlið málsins. Auk þeirra eru starfsmenn eigin viðskipta, þeir Birnir Sær Björnsson og Pétur Kristinn Guðmarsson ákærðir. Þá eru brotin sögð hafa verið framkvæmd að undirlagi Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar, fv. stjórnarformanns og forstjóra Kaupþings.

Fram til þessa hafa öll bönd beinst að Ingólfi og símtöl og tölvupóstsendingar sýnt fram á að hann hafi verið mjög viðriðinn málið og skipað fyrir varðandi kaup og sölu. Framburður Einars Pálma, Birnis og Péturs Kristins hafa einnig rennt frekari stoðum undir það. Þá sagði saksóknari í dag að áætla megi lengri tíma í yfirheyrslur á Ingólfi en upphaflega var áætlað. 

Tenging Hreiðars Más og Sigurðar hefur aftur á móti hingað til verið takmörkuð, en næstu tveir dagar, þegar Ingólfur kemur fram sem vitni, munu væntanlega varpa nánara ljósi á hvort aðkoma þeirra hafi verið einhver, eins og getið er á um í ákærunni.

Aðalmeðferð í málinu mun standa yfir í 22 daga, en ...
Aðalmeðferð í málinu mun standa yfir í 22 daga, en slíkt er mjög fáheyrt hér á landi.
Einar Pálmi hefur síðustu tvo daga setið fyrir svörum.
Einar Pálmi hefur síðustu tvo daga setið fyrir svörum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »

Tjaldbúðirnar jafnast á við stærð Egilshallar

11:52 Um helgina taka að rísa risavaxnar tjaldbúðir á Úlfljótsvatni vegna alþjóðlegs skátamóts sem þar fer fram á næstunni. Meira en 230 tjöld verða sett upp fyrir þá 4.000 skáta og 1.000 sjálfboðaliða sem mæta á mótið. Meira »

Skálholtshátíð sett með klukknahljómi

12:29 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina.  Meira »

Safna fé til að klára útialtarið

11:40 Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið áheitafjársöfnun á vefsíðunni Karolinafund.com vegna gerðar útialtaris með keltnesku hringsniði, sem félagið er að reisa við Esjuberg á Kjalarnesi. Meira »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Handtekinn grunaður um íkveikjuna

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »
Gleraugu - töpuðust í Galtarlækjarskógi
Gleraugu (Ray Ban) Svört spöng - karlmanns - Týndust í útilegu í Galtarlæk þann...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Ukulele
...
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...