Rannsókn á Grímseyjarmáli að ljúka

Grímsey.
Grímsey. mbl.is/ÞÖK

Rann­sókn lög­reglu á meintu kyn­ferðis­broti, ann­ars veg­ar í Gríms­ey og hins veg­ar í Reykja­vík, gengur vel og reiknað er með því að málið verði sent til ríkissaksóknara í byrjun maí. Mál­inu hafði verið vísað til rík­is­sak­sókn­ara en embættið sendi það aft­ur til lög­regl­unn­ar í febrúar til frek­ari rann­sókn­ar.

Meintur þolandi er ung kona sem kærði mann á sjötugsaldri fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn sér þegar hún var 14-17 ára gömul. Hún kærði brotið til lög­reglu síðla árs 2014 en í opnu­viðtali við Ak­ur­eyri viku­blað í janú­ar síðastliðnum sagði hún sögu sína. Meintur gerandi í málinu lýsir þó yfir sakleysi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert