Sárast að samstarfsmenn stökkvi á vagninn

Páll Jóhann Pálsson alþingismaður.
Páll Jóhann Pálsson alþingismaður.

„Ég get ekki komið hér upp undir liðnum um störf þingsins án þess að minnast á störfin í þinginu og það mál sem hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga þar sem sá sem hér stendur er ítrekað sakaður um spillingu.“

Þetta sagði Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag þar sem hann vísaði í gagnrýni að undanförnu á störf hans á þingi. Hefur hún byggst á því að Páll Jóhann færði útgerðarfyrirtæki sitt yfir á eiginkonu sína þegar hann settist á þing og að fyrirhuguð kvótasetning makríls muni skila fyrirtækinu háum fjárhæðum. Hann lýsti því yfir í fréttatilkynningu í dag að hann ætlaði að sitja hjá við afgreiðslu málsins í þinginu.

„Sárast þykir mér þó að samstarfsmenn mínir í nefndum stökkvi á vagninn um leið og fjölmiðlafárið byrjar. Ég skora á þingmenn að gera breytingar á hagsmunaskráningu þingmanna þótt ekki væri nema bæta aukareit við skráningareyðublaðið svo hægt sé að setja aukaupplýsingar ef menn kjósa svo. Ég hef þegar sent út fréttatilkynningu um mín mál og vona að hún skýri mína hlið fyrir þeim sem vilja skilja á annað borð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert