Skuldir hættar að hamla einkaneyslu

Miklar skuldir íþyngdu þúsundum heimila eftir hrunið.
Miklar skuldir íþyngdu þúsundum heimila eftir hrunið. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Svo hefur dregið úr skuldabyrði heimila að hjá þorra landsmanna hamlar greiðslubyrði lána ekki lengur vexti einkaneyslu og fjárfestingu.

Þetta segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, og bendir á að skuldahlutföll fyrirtækja og heimila þegar á heildina er litið séu orðin lík því sem þau voru fyrir hrun, þótt enn séu til hópar sem eru í verri stöðu en áður. Skuldakreppan sé því að mestu að baki hvað þetta varðar, þótt áhrifa hennar, á borð við meira langtímaatvinnuleysi en fyrir hrun, gæti enn.

Í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag telur Ingólfur bætta skuldastöðu heimila munu örva einkaneyslu og tekur sem dæmi að Greining Íslandsbanka spái 3,8% vexti í einkaneyslu í ár og 2,8% vexti 2016. Þá spái hún 15,4% vexti í fjárfestingu heimila í húsnæði í ár og 11,9% vexti í þeirri fjárfestingu á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert