Var bara áhorfandi

Arnar Pétursson, ÍR var fyrstur í mark, aðeins sekúndu á …
Arnar Pétursson, ÍR var fyrstur í mark, aðeins sekúndu á undan næsta manni. Mynd/Kristinn Ingvarsson

„Ég hafði engu aðkomu að þessu hlaupi öðruvísi en að ég var áhorfandi á staðnum og engra hagsmuna að gæta,“ sagði Jónas Egilsson framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands í samtali við mbl.is, aðspurður hvort hann hefði átt að kæra atvikið í lok Víðavangshlaups ÍR á sumardaginn fyrsta.

Ingvar Hjartarson, sem hafnaði í öðru sæti í hlaupinu, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að Jónas hefði séð atvikið og veltir fyrir sér hvort hann hafi ekki átt að gera athugasemd og kæra málið þegar hann sá Arnar stytta sér leið. Fannst honum það vera hlutverk Jónasar sem framkvæmdastjóra FRÍ. 

„Í öðru lagi eru of mörg lagaleg atriði óljós til þess að það væri tilefni til þess að kæra þetta. Fyrst og fremst hafði ég engra hagsmuna að gæta.“ Jónas tekur undir að það sé hægt að gera betur í merkingum í hlaupinu.

Jónass spyr hverjir eigi að líða fyrir það ef merkingum sé ábótavant. „Eiga keppendur að líða fyrir það eða mótshaldarar? Stjórn FRÍ samþykkti á fundi síðasta vetrardag að það þyrfti að endurbæta reglur sambandsins varðandi götuhlaup. Við viðurkennum að við getum gert betur í þessum málum,“ sagði Jónas.

Fréttir mbl.is um málið: 

Ingvar ósáttur við yfirlýsingu ÍR

Úrslit Víðavangshlaups ÍR munu standa

Stytti Arnar sér leið?

Jónas Egilsson framkvæmdastjóri FRÍ
Jónas Egilsson framkvæmdastjóri FRÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert