Vetrarveður og ófærð í Norður-Þingeyjarsýslu

Í gær var allt á kafi í snjó við heilsugæslustöðina …
Í gær var allt á kafi í snjó við heilsugæslustöðina á Þórshöfn. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Veturinn hefur aftur tekið völdin með kulda og snjókomu þótt sumar sé nýgengið í garð. Vetrarfærð er víða á landinu, eins og læknirinn í N-Þingeyjarsýslu varð áþreifanlega var við á leið sinni til Þórshafnar í gærmorgun.

Ófært var þá um Hófaskarðið, sem er um 40 km vestan við Þórshöfn og er slæmur farartálmi á nýja veginum yfir Hólaheiðina en skarðið lokast á augabragði í hríðarveðrum.

Símasamband er afar lélegt á þessu svæði, hvorki er tetra- né gsm-samband nema á hæsta punkti í skarðinu. Læknirinn lagði því land undir fót og gekk upp skarðið til að ná símasambandi, nokkuð góður göngutúr. Hann beið síðan um eina klukkustund eftir snjóblásara og komst svo til Þórshafnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert