Braut kynferðislega gegn dætrum sínum

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Maður var í dag dæmdur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum. Maðurinn braut fyrst gegn dóttur sinni er hún var ellefu ára og á ný þegar hún var fimmtán ára. Jafnframt braut maðurinn á annarri dóttur sinni þegar hún var nítján ára.

Brotin voru framin 2005 og 2009 og gerðust þau á heimili mannsins. Dóttir mannsins sem var ellefu ára gömul þegar að fyrsta brotið var framið lá í rúmi ákærða. Hann strauk henni innanklæða, káfaði á brjóstum hennar, sett hendi stúlkunnar ofan í nærbuxur sínar og lét dóttur sína strjúka getnaðarlim sinn. Strauk hann jafnframt kynfæri hennar og stakk fingri sínum inn í leggöng stúlkunnar.

Fjórum áður seinna, þegar að stúlkan var fimmtán ára gömul, káfaði maðurinn á brjóstum hennar utanklæða þar sem hún lá sofandi í sófa á heimili ákærða. 

Seinna sama ár braut maðurinn gegn eldri dóttur sinni á heimili sínu. Hún var þá nítján ára gömul og káfaði maðurinn á lærum hennar þar sem hún lá í rúmi hans. Reyndi hann jafnframt ítrekað að káfa á kynfærum hennar. 

Yngri stúlkan kærði föður sinn vorið 2013 fyrir brotin tvö. Við yfirheyrslu hjá lögreglu kannaðist maðurinn við að hafa þuklað á stúlkunni á heimili sínu. Sagði hann hafa verið undir áhrifum áfengis og ekki muna nákvæmlega hvað hefði gerst en kannaðist við að hafa strokið stúlkunni um magann og brjóstin. Einnig mundi hann eftir því að hafa sett hendi stúlkunnar ofan í nærbuxur sínar en kannaðist ekki við önnur tilvik sem greint var frá í ákærunni. Maðurinn kannaðist einnig við atvikið sem átti sér stað árið 2009 og sagði mikla áfengisneyslu skýra hegðun hans. 

Eldri dóttir mannsins kærði hann seinna sama ár. Við yfirheyrslu lögreglu sagði maðurinn að hann hafi verið drukkinn heima hjá sér þegar móðir stúlkunnar kom með hana til hans. Stúlkan var einnig drukkin. Maðurinn sagði að hann og stúlkan hafi sofnað í sama rúmi og kannaðist við að hafa þá káfað á henni.

Maðurinn var dæmdur í  þriggja ára fangelsi og gert að greiðaskaðabætur til dætra sinna að fjárhæð 900.000 krónur og 600.000 krónur. 

Dóm Hæstaréttar í heild sinni má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert