Dæmt óheimilt að innheimta gjald fyrir aðgang að náttúruperlum

Um 200 þúsund manns stoppa við Námafjall á hverju ári.
Um 200 þúsund manns stoppa við Námafjall á hverju ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Viðurkennt er að stefnda, Landeigendum Reykjahlíðar ehf, er óheimilt að innheimta gjald fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki í landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi,“ segir í dómsorði í máli landeigenda Reykjahlíðar.

Meirihluti þeirra hóf að rukka ferðamenn fyrir að sjá náttúruperlur í landi Reykjahlíðar en hluti landeigenda, sem eiga tæp 30% í jörðinni, var því ósammála. Fóru þeir fram á lögbann við Sýslumanninn á Húsavík þann 21. júlí 2014 sem var staðfest með dómi sem féll í síðustu viku. Málinu hefur verið vísað til Hæstaréttar þar sem það bíður afgreiðslu.

„Eftir að hafa lesið dóminn sýnist mér að það megi allir aðrir selja inn á okkar land nema við sjálf,“ segir Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sem er mjög ósáttur við dóminn. Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag vill hann þó lítið tjá sig en segir að allir tapi á þessum málarekstri, enginn þó meira en náttúran sjálf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert