Árni leitar liðsinnis innan ESB

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég vil biðja ykkur um að þrýsta á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki að sambandinu.“ Þetta er haft eftir Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, á Twitter-síðu þingflokks Jafnaðarmanna og demókrata á Evrópuþinginu. Árni Páll er staddur í heimsókn hjá þingflokknum og ávarpaði hann í gær.

Ríkisstjórn Íslands sendi Evrópusambandinu bréf í síðasta mánuði þar sem lýst var þeirri afstöðu hennar að landið væri ekki lengur umsóknarríki að sambandinu. Var Evrópusambandið beðið um að taka mið af því. Svar barst nýverið frá Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands sem fer með forsætið í ráðherraráði sambandsins um þessar mundir. Þar sagði að tekið væri mið af bréfi ríkisstjórnarinnar og að Evrópusambandið myndi í framhaldinu taka til skoðunar tilteknar breytingar á verkferlum ráðherraráðs sambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að þar með telji hann málinu lokið og að í framhaldinu muni Ísland fara af lista Evrópusambandsins yfir umsóknarríki.

Tilgangur heimsóknar Árna Páls til þingflokks Jafnaðarmanna og demókrata var að skrifa undir samstarfssamning milli Samfylkingarinnar og þingflokksins. Ekki síst á sviði Evrópumála. Haft er eftir Gianni Pittella, formanni þingflokksins, á Twitter-síðunni að þingflokkurinn styðji inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Haft er eftir Árna Páli að lagalega séð séu dyrnar inn í sambandið ekki lokaðar landinu. „Um leið og við sigrum þingkosningarnar hefjum við inngönguferlið ... Við munum skipuleggja þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið um leið og við komumst til valda.“

<blockquote class="twitter-tweet">

.<a href="https://twitter.com/ArniPallArnason">@ArniPallArnason</a> "I would like to ask you to put pressure on <a href="https://twitter.com/EU_Commission">@EU_Commission</a> to consider <a href="https://twitter.com/hashtag/Iceland?src=hash">#Iceland</a> a candidate to EU membership"

— S&amp;D Group (@TheProgressives) <a href="https://twitter.com/TheProgressives/status/593469791593201665">April 29, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

.<a href="https://twitter.com/giannipittella">@giannipittella</a> "We'll support Iceland adhesion to the EU"

— S&amp;D Group (@TheProgressives) <a href="https://twitter.com/TheProgressives/status/593462412935823361">April 29, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

.<a href="https://twitter.com/ArniPallArnason">@ArniPallArnason</a> "As soon as we will win the national elections we'll begin an adhesion process"

— S&amp;D Group (@TheProgressives) <a href="https://twitter.com/TheProgressives/status/593463335645016066">April 29, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

.<a href="https://twitter.com/ArniPallArnason">@ArniPallArnason</a> "We'll organise a referendum on <a href="https://twitter.com/hashtag/EUentry?src=hash">#EUentry</a> as soon as we are in power"

— S&amp;D Group (@TheProgressives) <a href="https://twitter.com/TheProgressives/status/593469533958049792">April 29, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert