Búist er við óvenjugóðri þátttöku

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um allt land í dag. …
Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Búist er við óvenjugóðri þátttöku í hátíðarhöldunum að þessu sinni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Alþýðusambandi Íslands hafa borist tilkynningar um 1. maí hátíðarhöld í 33 sveitarfélögum á landinu og fjölgar þeim um tvö frá því í fyrra. Þar fyrir utan eru stóru stéttarfélögin í Reykjavík öll með vegleg kaffisamsæti víðsvegar um borgina eftir að útifundinum á Ingólfstorgi lýkur.

Hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík klukkan 13 en kröfuganga leggur af stað frá Hlemmi klukkan 13.30, að því er fram kemur um hátíðahöld víða um land í tilefni dagsins í Morgunblaðinu í dag.

Útifundur hefst svo á Ingólfstorgi klukkan 14.10. Þar munu Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, halda ræður en fundarstjórn er í höndum Þórarins Eyjörð hjá SFR.

Í Hafnarfirði verður safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar kl. 13:30. Kröfuganga leggur af stað kl. 14. Ávarp dagsins flytur Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, auk þess sem Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, heldur ræðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert