Ekki farið eftir skýrri niðurstöðu

Heimaey VE 1, nýtt og fullkomið fiskiskip Ísfélags Vestmannaeyja.
Heimaey VE 1, nýtt og fullkomið fiskiskip Ísfélags Vestmannaeyja. mbl.is/Eyþór

Ísfélag Vestmannaeyja telur að verði makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra samþykkt óbreytt, sé ekki verið að fara eftir skýrri niðurstöðu sem fram kemur í áliti umboðsmanns Alþingis.

Þetta kemur fram í umsögn félagsins um frumvarpið sem skilað var inn til nefndasviðs Alþingis. Telur félagið að nota hefði átt aflareynslu frá öðru tímabili til þess að ákveða kvótann. Árið 2008 var veiði á makríl takmörkuð við heildarafla og öðluðust skip veiðireynslu á næstu þremur árum.

Árið 2011 ákvað ráðherra að ráðstafa aðeins hluta af heildaraflanum til skipanna sem höfðu veiðireynslu, með reglugerð. Komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu árið 2012 að sú ráðstöfun ráðherra, að hlutdeildasetja ekki makrílinn frá árinu 2011, væri ekki í samræmi við lög þar sem skipin sem stunduðu veiðar á árunum 2008-2010 voru talin hafa uppfyllt skilyrði um samfellda veiðireynslu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert