Minniháttar él fyrir norðan og austan

Frá 1. maí í Reykjavík í fyrra.
Frá 1. maí í Reykjavík í fyrra. Árni Sæberg

Ekki er útlit fyrir að rigni á kröfugöngur á þennan frídag verkalýðsins. Þó væri ofsögum sagt að maí byrji með miklum hlýindum. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að helst megi búast við minniháttar úrkomu fyrir norðan og austan. Landið skiptist nokkurn veginn til helminga, þannig að fyrir sunnan og vestan er útlit fyrir sæmilegasta veður.

„Það verður hægur vindur um allt land þannig að það er ágætis veður fyrir kröfugöngur og útiveru, þó svo það komi einhver snjókorn.“ Hitinn verður víðast hvar um frostmark, hlýjast sunnan- og vestantil. „Landið skiptist eiginlega í tvo helminga,“ segir Birta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert