Nýliðinn apríl hlýrri en apríl 2013

Veðrið í nýliðnum apríl var mjög rysjótt á köflum.
Veðrið í nýliðnum apríl var mjög rysjótt á köflum. mbl.is/Golli

Nýliðinn aprílmánður var fremur kaldur um landið suðvestanvert, en þó ekki eins kaldur og sami mánuður árið 2013.

Þetta kemur fram í bráðabigðayfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig og er það -0,4 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -1,4 undir meðallagi síðustu tíu ára.

Á Akureyri var apríl í hlýrri kantinum þrátt fyrir kuldakastið í lok mánaðarins. Þar var meðalhitinn 2,7 stig og er það 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en í meðallagi sé miðað við síðustu tíu ár. Austanlands var hiti víða yfir meðallagi síðustu tíu ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert