Rúður sprungu í bruna í Garðabæ

Litlu mátti muna að illa færi þegar eldur logaði sig í sólpalli við heimili í Garðabæ um kl. 17.30 í dag. Miklar skemmdir urðu á pallinum, heitum potti og öðrum lauslegum munum, og þá sprungu rúður í húsinu.

Tveir bílar slökkviliðsins á höfuborgarsvæðinu voru sendir á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá sinueldi og vill slökkviliðið brýna fyrir fólki hversu hættulegt er að bera eld að sinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert