Stór skekkja í skýrslu Eflu?

Jóhannes segir stóra skekkju vera í skýrslu Eflu.
Jóhannes segir stóra skekkju vera í skýrslu Eflu. mbl.is/Golli

Jóhannes Loftsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Breather Ventilation sem er fyrirtæki stofnað í kringum uppfinninguna Andblæ, segir að mjög stór skekkja sé í nýlegri skýrslu sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu, til að meta nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar. Þetta segir Jóhannes að geti stefnt flugöryggi á Íslandi í voða.

„Ástæða þess að ég fullyrði þetta, er sú að útreikningarnir hjá Eflu taka ekki tillit til þekktra langtíma veðursveiflna í veðurkerfum kringum Ísland sem mælst hafa frá upphafi veðurmælinga,“ segir Jóhannes í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að Norður-Atlantshafs-áratugasveiflan sé langtímaveðursveifla, tengd sjávarstraumum, sem sé t.d. talin valda hita- og veðursveiflu með um 60-70 ára endurtekningatíma, og séu hlýindin sem við höfum upplifað að undanförnu að miklu leyti ákveðin endurtekning á hlýju tímabili á 4. áratug síðustu aldar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert