Hrekkur við af minnsta tilefni

Vilborg er á heimleið.
Vilborg er á heimleið. mbl.is/Kristinn.

Fjallgöngukonan Vilborg Arna Gissurardóttir, sem ætlaði sér að klífa tind Everest-fjalls, mun fljúga til Katmandú í Nepal á morgun og þaðan til London á mánudag. Hún segir mikil læti í fjöllunum, og að hún hrökkvi við af minnsta tilefni.

Í kjölfar jarðskjálftans fyrir viku hafa margir fjallgöngumenn ákveðið að hætta við gönguna á tindinn enda alls óvíst hvort 

„Kærar þakkir fyrir allar kveðjurnar og stuðninginn. Það hlýjar hjartanu að lesa þær,“ skrifar Vilborg á Facebook-síðu sína í dag og minnir á öll þau félög sem stunda hjálparstarf á svæðinu.

„Þau voru þung skrefin úr base camp en ákveðinn léttir á sama tíma. Það hafa verið mikil læti í fjöllunum í kring og maður hrekkur við af minnsta tilefni. Á leiðinni höfum við séð hluta af eyðileggingunni og það stingur í hjartað. Við höfum séð menn vinna að húsum sínum og sumir verða að fram à sumar. Það eru fáir á ferli og gistihúsin meira og minna tóm.
Í dag gengum við til Lukla og fljúgum til Katmandu á morgun. Ég á svo flug áfram til London seinni part á mánudag.“

Vilborg reyndi einnig við tind Everest-fjalls í fyrra en varð frá að hverfa er fjöldi leiðsögumanna, sjerpa, lést í snjóflóði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert