Jónas áleit sig einu ári yngri

Jónas Hallgrímsson.
Jónas Hallgrímsson.

Jónas Hallgrímsson skáld taldi sig ári yngri en haft er fyrir satt. Hann skrifar fæðingarár sitt 1808, ekki 1807 eins og kirkjubókin segir.

Þetta má sjá á gestalista úr sögufrægu samsæti sem Íslendingar héldu Frakkanum Paul Gaimard í Kaupmannahöfn í janúar 1839.

Morgunblaðið birtir í dag mynd af listanum í Sunnudagsmogganum, en hann hefur ekki áður komið fyrir sjónir almennings. Á listanum, sem er í bók er kom óvænt í leitirnar fyrir nokkrum árum, eru eiginhandaráritanir 32 Íslendinga sem voru við nám eða störf í Danmörku í ársbyrjun 1839.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert