RAX um Ísland á 80 klukkutímum

Ragnar myndaði m.a. hesta sem hann sá í ferð sinni …
Ragnar myndaði m.a. hesta sem hann sá í ferð sinni um landið. Ljósmynd/RAX

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, fór um Ísland á 80 klukkustundum í apríl og myndaði það sem fyrir augu bar. Líkt og búast mátti við er útkoman áhrifamikil. Á myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem hann tók á ferðalaginu.

RAX er ljósmyndari á Morgunblaðinu og mbl.is en hefur einnig tekið að sér önnur verkefni. Í apríl fór hann um Ísland til að festa á mynd náttúruna og samfélagið við ákveðnar veðuraðstæður. „Samkvæmt veðurspánni var von á stormi sem myndi valda verulegum vandamálum á fjallvegum,“ segir RAX í viðtali um ferð sína á vefsíðu Leica-myndavélaframleiðandans. „En í apríl tekur að birta hratt hvert kvöld og samspil ljóss og myrkurs vakti áhuga minn. Ég ók um eyjuna á 80 tímum og hitti fólk á leiðinni en vegna stormsins leið langur tími á milli þess sem ég hitti það,“ segir RAX en bendir á að nóg hafi verið af dýrum, m.a. hestum, sem voru að bíða af sér veðrið. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="281" mozallowfullscreen="" src="https://player.vimeo.com/video/126365311" webkitallowfullscreen="" width="500"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert