Mögulegt að fugl hafi kveikt sinueldinn

Þórir Tryggvason, hjá Brunavörnum Árnessýslu flaug yfir svæðið sem brann …
Þórir Tryggvason, hjá Brunavörnum Árnessýslu flaug yfir svæðið sem brann í gær. Ljósmynd/Þórir Tryggvason/Brunavarnir Árnessýslu

Talið er mögulegt að sinueldar sem brunnu á 10-12 hektara svæði við Stokkseyri í gærkvöldi, hafi kviknað er fugl flaug á háspennulínu. „Það þarf bara einn neista, ekki meira,“ segir Halldór Ásgeirsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu í í samtali við mbl.is.

Frétt mbl.is: Mikill sinubruni við Stokkseyri

Eldurinn kviknaði á áttunda tímanum í gærkvöldi. Svæðið er erfitt yfirferðar, votlendi og mói, svo ekki var hægt að koma neinum bílum eða öðrum tækjum á svæðið. Um 20 slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu gengu því um svæðið og börðu niður eldinn. Búið var að slökkva í síðustu glæðunum um kl. 1 í nótt. Starfsmaður Brunavarna flaug yfir svæðið í gær og gat leiðbeint slökkviliðsmönnum á jörðu niðri þegar reykurinn varð svo þéttur að vart sást út úr augum.

„Það er alveg ofboðslegur þurrkur,“ segir Halldór. Engin mannvirki hafi verið í hættu vegna eldsins. Hins vegar hafi fólk orðið fyrir óþægindum vegna reyks sem lagði yfir hluta Stokkseyrar.

Halldór segir að ekki hafi þurft að vakta svæðið í nótt. „Það er verið að giska á að það hafi verið fugl sem flaug á háspennulínu,“ segir Halldór spurður um upptök eldsins. „Það þarf bara einn neista, það þarf ekki meira.“

Svæðið sem brann var um 10-12 hektarar.
Svæðið sem brann var um 10-12 hektarar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason/Brunavarnir Árnessýslu
Reykinn lagði yfir Stokkseyri og langt út á sjó.
Reykinn lagði yfir Stokkseyri og langt út á sjó. Ljósmynd/Þórir Tryggvason/Brunavarnir Árnessýslu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert