Allt á kafi í snjó fyrir austan

Ljósmynd/Hlynur Sveinsson

Þó svo að veðrið hafi leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga, með minniháttar undantekningum, þá er ekki hægt að segja það sama um íbúa Austurlands.

Ljósmynd/Hlynur Sveinsson

Þessar myndir tók Hlynur Sveinsson í Neskaupstað í gær og í fyrradag. Birta Líf Björnsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að útlit sé fyrir að litlar breytingar verði á veðrinu á landinu öllu næstu daga. Hún segir úrkomuna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi bara hafa verið smásýnishorn af því sem er fyrir norðan og austan

Ljósmynd/Hlynur Sveinsson

„Það er ekki von á að við fáum meira af þessu hérna,“ segir Birta Líf. „Það verða norðaustlægar áttir og smá éljagangur fyrir norðan og austan, en þurrt og bjart annars staðar. Það eru í rauninni litlar breytingar og ekkert útlit fyrir að það hlýni neitt að ráði í bráð, en það er lítill vindur fyrir sunnan og vestan. Það stefnir samt ekki í mikla úrkomu fyrir norðan og austan.“

Ljósmynd/Hlynur Sveinsson

Hún segir að við athugun í gær hafi komið í ljós að úrkoma á Austurlandi hafi verið 55 sentímetrar í maímánuði í Neskaupstað. „Snjódýptarmet maímánaðar var slegið á Dalatanga, 35 sentímetrar,“ segir Birta Líf. „Mér heyrist á þeim sem ég hef heyrt í fyrir austan að þau séu komin með nóg af þessu.“ 

Ljósmynd/Hlynur Sveinsson
Ljósmynd/Hlynur Sveinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert