Hálka eða hálkublettir í Önundarfirði

Vegir eru að mestu greiðfærir á Suðurlandi. Greiðfært er á Vesturlandi eins og segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálka eða hálkublettir eru í Önundarfirði. Súgandafirði og á Gemlufallsheiði, Hálkublettir eru á milli Ísafjarðar og Súðarvíkur. Hálkublettir eru á Hálfdáni og á Kleifaheiði.

Snjóþekja og einhver skafrenningur er á  Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Þungfært er norður í Árneshrepp.

Hálkublettir eru á köflum á Norðurlandi en Hringvegurinn er þó nánast auður þó eru Hálkublettir á Öxnadalsheiði. Hálkublettir eru á Siglufjarðarvegi og víða í Eyjafirði. Hálkublettir eru víða í Mývatnssveit og Snjóþekja á Hólaheiði, Hófaskarði og Sandvíkurheiði.

Snjóþekja er á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Vatnskarði eystra. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði, snjóþekja á Oddsskarði en hálkublettir á Fagradal.

Snjóþekja er á milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur, annars er suðurströndin auð.

Öxi og Breiðdalsheiði eru ófærar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert