Fylgst með fuglunum á leið til Kanada

Margæsirnar halda meðal annars til á golfvellinum á Seltjarnarnesi á …
Margæsirnar halda meðal annars til á golfvellinum á Seltjarnarnesi á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stendur. Þar fita þær sig fyrir framhaldið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Talningar og rannsóknir á margæs sem er nú að flykkjast til landsins á leið sinni frá Írlandi til Kanada vikunni hefjast í vikunni.

„Þetta er samstarfsverkefni á milli Háskóla Íslands, Háskólans í Exeter, Náttúrufræðistofnunar og írsks margæsamerkingarteymis,“ segir dr. Freydís Vigfúsdóttir dýravistfræðingur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Margæsir eru svo til nýkomnar til landsins og fleiri eru að bætast við hópinn. Það eru þó einhverjar enn á Bretlandseyjum sem leggja af stað á næstu dögum líklegast. Þetta er hin kviðljósa undirtegund margæsarinnar sem vetrar sig á Írlandi og flýgur svo þvert yfir Norður-Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Því næst heldur hún beinustu leið yfir Grænland til Norður-Kanada. Verkefnið gengur út á að fylgja fuglunum á vetrar-, far- og varpstöðvarnar, bæði á leið fram og til baka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert