Lítill vindur en stórar öldur

„Það er enginn tímamörk á því hvað maður getur verið lengi út í sjónum. Þetta reynir töluvert á og spilar það talsvert inní að maður finnur ekki fyrir kulda - manni er frekar of heitt ef eitthvað er,“ segir Bjarki Þorláksson brimbrettakappi hjá surf.is.
Ekki er óalgeng sjón að sjá bíla keyra með brimbretti á toppnum við strendur landsins en Bjarki segir að hópurinn sem stundi íþróttina telji um 50 manns en stöðugt fjölgar þeim sem læra hvernig á að standa ölduna.


Bjarki og félagar reka brimbrettaskóla, þann eina hér á landi, og sækja um 100 manns námskeið hjá skólanum á hverju ári.
„Það langar mörgum að prófa og við fáum mikið af fyrirspurnum. En þar sem við erum nú á Íslandi þá þurfa aðstæður að vera þannig að það sé hægt að fara með fólk út í sjó, veður og vindar þurfa að spila saman. Síðasta sumar var t.d. ekki nógu gott vegna aðstæðna.
Það kostar 16.900 krónur á námskeiðið, þar sem allt er innifalið. Það þarf ekkert að eiga neitt nema góða skapið,“ segir hann og bætir við að sportið sé ekki mjög dýrt.




Algengasti staðurinn fyrir brimbretti hér á landi er Þorlákshöfn en hægt er að stunda íþróttina mun víðar. Öldurnar hér við land þykja magnaðar og landsslagið ekki síðra. Þó flestir tengi brimbretti við sól og sumar þá er íþróttin stunduð hér á landi jafnt í frosti og kulda sem og hita og sól.
„Það er kalt þegar er verið að fara í gallann og fara úr. En á meðan maður er út í sjónum þá finnur maður ekki fyrir kulda.“


Stór nöfn búinn að koma
Ísland er að verða þekkt sem brimbrettaland og þarf ekki mikla leit á leitarvefnum Google til að sjá marga kunna brimbrettakappa reyna sig við öldur Atlantshafsins. „Maður sem heitir Ian Battrick er búinn að stunda brimbretti hér í nokkur ár og er búinn að senda margar myndir héðan í stór tímarit út um allan heim. Ísland er að verða þekktara sem brimbrettaland með góðar aðstæður.“




Segja má að áfengisframleiðandinn Jägermeister hafi komið Íslandi á kortið sem brimbrettaland. Fyrirtækið gerði 60 sekúndna auglýsingu sem birtist í Bretlandi en var bönnuð skömmu síðar. Þá var hún sett á Youtube þar sem hún sló í gegn. Þá sagði Daily Mail einnig frá málinu og birti fjölmargar myndir af ævintýraferð þeirra Oli Adams, Owain Davis, Richie Fitzgerald, David Blount og Ben Skinner sem er atvinnumaður á brimbretti

Bjarki Þorláksson
Bjarki Þorláksson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert