„Okkar afstaða er óbreytt“

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins.
Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er nú ósköp lítið hægt að segja því það gekk ekki neitt,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, aðspurður hvernig gekk á fundi samninganefndarinnar og samninganefndar BHM hjá Ríkissáttasemjara í dag.

„Okkar afstaða er óbreytt og það var eitthvað sem þau töldu að væri ekki nóg,“ segir Gunnar. Spurður um tilkynningu sem BHM sendi út fyrr í dag þar sem m.a. kom fram að samninganefndin ætti næsta leik í viðræðunum segir Gunnar að  það sé nú yfirleitt þannig. „En það þarf samt alltaf tvo til að semja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert