Reiðhjólamaður fluttur á slysadeild

Ekið var á mann á reiðhjóli í Ármúla í Reykjavík um kl. 9 í morgun. Lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang og var maðurinn hluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um líðan mannsins, líkt og segir í tilkynningu frá lögreglu. 

Tilkynnt var um olíubrák við á akbrautinni við gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu um kl. 8 í morgun. Starfsmenn Vegagerðarinnar sáu um að hreinsa upp olíuna.

Tilkynnt var um innbrot í geymslur við Fellahverfi í Breiðholtinu um kl. 9 í morgun. Einn karlmaður var handtekinn skammt frá vettvangi, grunaður um verknaðinn. Var hann vistaður í fangageymslu vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert