Sérsveitin yfirbugaði mann í Garðabæ

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á sjötta tímanum vegna karlmanns sem hafði í hótunum við fólk á heimili í Garðabæ. Sérsveitarmenn hafa náð að yfirbuga manninn sem var handtekinn. Engan sakaði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn, sem er á þrítugsaldri, í annarlegu ástandi. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. 

Maðurinn hótaði jafnframt lögreglumönnum sem komu á vettvang, en hann sagðist vera með eggvopn. Maðurinn veitti hins vegar engan mótþróa með vopni þegar sérsveitin yfirbugaði hann. 

Maður gistir nú fangaklefa og verður yfirheyrður þegar ástand hans lagast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert