Skilaboð til meirihlutans

68% Reykvíkinga vilja neyðarbrautina.
68% Reykvíkinga vilja neyðarbrautina.

78% landsmanna og 68% Reykvíkinga eru andvíg því að flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, sem kölluð hefur verið neyðarbrautin, verði lokað. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem MMR gerði fyrir Hjartað í Vatnsmýri.

Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýri, segir niðurstöðuna sláandi. „Miðað við þá umræðu sem hefur verið í gangi, og þann einbeitta vilja borgaryfirvalda að loka þessari braut, sem er yfirlýst fyrsta skrefið að því að loka vellinum í heild, þá eru þetta nokkuð alvarleg skilaboð til meirihluta borgarstjórnar.“

Í umfjöllun um málefni brautarinnar í Morgunblaðinu í dag hafnar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, þjálfunarflugstjóri hjá Mýflugi því að aðferðafræði Isavia og Eflu verkfræðistofu í nýrri matsskýrslu um nothæfisstuðul vallarins sé í samræmi við vinnulag Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, um það hvernig eigi að reikna út áhættumat, þar sem í útreikningana vanti lykilþætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert