Snillingar á Ströndum

Ljósmyndarar í Finnbogastaðarskóla
Ljósmyndarar í Finnbogastaðarskóla

Í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi eru aðeins sex nemendur. Yfir vetrartímann er ekki mikil afþreying í boði fyrir unga fólkið og því tóku krakkarnir því fagnandi þegar Yrsa Roca Fannberg kvikmyndagerðarkona kom og hélt ljósmyndanámskeið.

Yrsa segir það hafa verið hreint frábært að vera með krökkunum og kenna þeim að taka myndir og framkalla á filmu. „Það var ótrúlega gaman fyrir mig að sjá andlit þeirra þegar mynd birtist á filmunni.“

Anítu í 3. bekk fannst skrýtið hvernig myndirnar gátu komið á filmuna sem þau hengdu upp. „Það var ótrúlegt því venjulega sér maður myndirnar bara á skjánum á tölvunni eða myndavélinni. Mér fannst líka skrýtið þegar Yrsa setti hendurnar í myrkrapokann og fann filmurnar og setti í dollur.“

Þórey í 5. bekk sagði þau hafa lært að nota fókus og skoða vel bakgrunninn áður en þau smelltu af á myndavélinni. „Áður en við smelltum af þurftum að ákveða af hverju við vildum taka myndir því við höfðum bara ákveðið margar myndir á filmunni.“

Magneu í 1. bekk fannst merkilegast þegar þau settu filmurnar í boxið og voru að hrista. „Svo settum við efni eða vatn í boxið og það mátti ekki koma ljós.“

Kristínu í 7. bekk fannst námskeiðið æðislegt. „Mér fannst svo skemmtilegt að læra um myndavélina og ljósmyndun, við vorum líka svo mikið úti og það finnst mér svo gaman. Ég hlakka mikið til að setja myndirnar mínar á pappír og kannski hengja þær upp á vegg.“

Kári í 8. bekk segir þau hafa lært að nota myndavélina rétt, stilla fókus, fá rétta birtu, kanna bakgrunn og stilla upp hlutum ef þau vildu hafa eitthvað sérstakt á myndinni. „Mér fannst framköllunin líka skemmtileg en þá fengum við að nota ýmsa framköllunarvökva og sjá ferlið frá a til ö.

Ástu í 9. bekk fannst frábært að vera á námskeiðinu þann eina dag sem hún gat verið.

Aníta
Þórey
Vigdís
Kári
Magnea
Kristín
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert