Vatnsrennslið stöðugt

Vatnsrennsli frá Vaðlaheiði.
Vatnsrennsli frá Vaðlaheiði. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Enn er stöðugt vatnsrennsli í Vaðlaheiðargöngum Fnjóskadalsmegin, og er enn í skoðun hvernig best sé að bregðast við því.

Enn er ekki á hreinu hversu mikið framkvæmdir við göngin munu tefjast vegna málsins, en nýleg áætlun Vaðlaheiðarganga hf. gerir ráð fyrir verklokum vorið 2017.

Einar Hrafn Hjálmarsson, staðarstjóri Ósafls, aðalverktaka Vaðlaheiðarganga, segir að vatnsrennslið hafi minnkað nokkuð frá því að lekinn kom upp, en að það sé enn stöðugt. Hann segir að rennslið sé einhvers staðar á milli 400 og 500 lítrar á sekúndu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert