Fleiri ótímabær andlát

Hjartaaðgerð á Landspítalanum.
Hjartaaðgerð á Landspítalanum.

„Hjarta- og æðasjúkdómar fara ekki í verkfall, þeir halda áfram fram í rauðan dauðann,“ segir Sveinn Guðmundsson, varaformaður Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, um áhrif verkfalls BHM á spítölum. Talsmenn félaga sjúklinga sem rætt var við lýsa ugg sjúklinga og óöryggi vegna verkfallsins.

Sveinn segir að verkfallið hafi áhrif á ýmsar rannsóknir sem séu nauðsynlegar þegar menn kenna sér meins, eins og til dæmis hjartaþræðingar. Getur hann þess að rannsóknir sýni að 13-14% sjúklinga deyi ótímabærum dauðdaga á biðlista eftir hjartaþræðingum. Þegar verkföll dynji á lengist biðlistar og því segi tölfræðin að fleiri deyi ótímabærum dauðdaga á biðtímanum.

Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir að starfsmönnum félagsins sé ekki kunnugt um alvarlegar afleiðingar verkfallsins hjá krabbameinssjúklingum. Verri þjónusta bitni á lífsgæðum fólksins sem þurfi að búa við kvíða og hugarangur þar sem það fái ekki þær meðferðir og rannsóknir sem nauðsynlegar eru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert