Íslandi spáð 10. sæti í Eurovision

María Ólafsdóttir virðist njóta töluverðra vinsælda.
María Ólafsdóttir virðist njóta töluverðra vinsælda. mbl.is/Eggert Jó­hann­es­son

Ef marka má veðbanka mun Svíþjóð fara með sigur af hólmi í Eurovision í ár. Hinn 28 ára Måns Zelmerlöw flytur framlag landsins, Heroes, í seinni undankeppnni líkt og María Ólafsdóttir. Ísland virðist njóta nokkurrar hylli og telja veðbankar að lagið Unbroken verði í tíunda sæti.

Á síðunni Eurovisionworld má sjá meðaltal niðurstaðna veðbanka þar sem veðjað er á úrslit Eurovision í ár. Eins og staðan er í dag yrði Svíþjóð í fyrsta sæti, Ítalía í öðru sæti og Ástralía, sem tekur þátt í fyrsta og eina skipti, í þriðja sæti.

Lag Portúgal, Há um mar que nos Separa, mun aftur á móti verma botnsætið, það fertugasta, hafi veðbankar rétt fyrir sér.

Keppnin í ár fer fram í Austurríki. Ísland keppir í seinni forkeppninni 21. maí en lokakeppnin er 23. maí.

Hér má sjá lista yfir 10 efstu sætin:

Svíþjóð - Heroes
Ítalía – Grand Amore
Ástralía – Tonight Again
Eistland – Goodbye To Yesterday
Finnland - Aina Mun Pitää
Rússland – A Million Voices
Noregur – A Moster like Me
Slóvenía – Here for You
Aserbaídsjan– Hour of the Wolf
Ísland - Unbroken

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert