Kollsteypa fái allir allt

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hverjir munu tapa mestu á kollsteypunni? Það eru þeir sem eru með lágu launin og þeir sem eru með hæstu skuldirnar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Þar vísaði hann til yfirstandandi kjaraviðræðna og vitnaði til orða Ara Skúlasonar, hagfræðings og fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands, í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. 

Mikill árangur hefði náðst undanfarið ár að sögn Ara. Verðbólga væri lán, lánin væru ekki að hækka og kaupmáttur allra hefði aukist. Hins vegar væri nú ástandið á vinnumarkaðinum orðið stjórnlaust og hann myndi ekki eftir öðru eins ástandi. Allir vildu fá allt og ef allir fengju allt yrði kollsteypa í landinu sem kæmi sér verst fyrir þá sem hefðu lægstu launin og mestu skuldirnar. 

„Ég get ekki annað en hrósað þessum manni sem var hér áður í forystu fyrir verskalýðshreyfinguna, Ara Skúlasyni, fyrir að fara afskaplega faglega yfir þessa hluti og minna okkur á stöðuna. Og ég vonast til þess, virðulegi forseti, að sama hvar við erum í flokki, þó við séum ósammála á milli hægri og vinstri, að við náum nú saman um það að gera hvað við getum til þess að viðhalda hér stöðugleikanum, viðhalda hér lágri verðbólgu og vinna að því að bæta kjör landsmann,“ sagði Guðlaugur ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert