Kortleggja einstaklinga og hagsmunatengsl þeirra fyrir hönd erlendra kröfuhafa

Miklir hagsmunir eru bundnir í kröfum í þrotabú bankanna.
Miklir hagsmunir eru bundnir í kröfum í þrotabú bankanna. Samsett mynd/Eggert

Fulltrúar kröfuhafa föllnu bankanna hafa á undanförnum misserum kortlagt einstaklinga á Íslandi sem tengjast afnámi hafta og eru gögnin notuð til að hafa áhrif á viðkomandi ef ástæða þykir.

Kröfuhafar í öllum búum hafa sameinast um Barry G. Russell lögmann og hans stofu, Akin Gump, í Lundúnum. Sú stofa réð lögmannsstofuna Logos til að fylgjast með umræðu á Íslandi.

Fulltrúar kröfuhafa hafa aflað gagna um einstaklinga á ýmsan hátt og hafa þeir meðal annars hringt í fólk sem talið er búa yfir vitneskju um viðkomandi, að því er fram kemur í fréttaskýringu  um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt öruggum heimildum blaðsins þykir fullvíst að fulltrúar erlendra kröfuhafa hafi reynt að hafa áhrif á umræðuna á Íslandi með því að koma tilteknum upplýsingum á framfæri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert