Skógræktin slapp

Á myndinni sést reykur stíga til himins.
Á myndinni sést reykur stíga til himins. mynd/Hörður

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með töluverðan viðbúnað eftir að tilkynning barst um að eldur væri laus í norðvestan við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Litlu mátti muna að eldur næði að teygja sig í athafnasvæði Skógræktar Hafnarfjarðar en betur fór en á horfðist.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinum var um sinueld að ræða og líklegt þykir að íkveikjan hafi verið af mannavöldum. 

Tvær stöðvar voru sendar á vettvang og var óskað eftir stuðningi þeirrar þriðju þegar menn komu á staðinn og voru að meta aðstæður. Slökkvistarf gekk hins vegar greiðlega og stendur frágangur nú yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert