Stökkpallur fyrir fuglaflensusmit

Vaðfuglar og mávar eru einnig smitberar fuglaflensu.
Vaðfuglar og mávar eru einnig smitberar fuglaflensu. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Eitt af því merkilega sem við komumst að er að við fundum í fuglum bæði veirur sem eru upprunnar í Evrasíu og Ameríku og svo blöndur af veirum frá báðum heimssvæðum.“

Þetta segir Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands í Morgunblaðinu í dag um alþjóðlega rannsókn á veirum í farfuglum sem koma hingað.

„Veirur geta blandast og þá verður til ný fuglaflensa þ.e.a.s. ef fugl hefur smitast samtímis af fleiri en einni veiru. Hér á landi er eins konar suðupottur þar sem ólíkar veirur frá mismunandi heimssvæðum ná að sjóða saman,“ segir Gunnar Þór ennfremur. Þetta er í fyrsta skipti sem hafa fundist hreinar og blandaðar veirur frá þessum heimsálfum á sama stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert