Tæplega 30 þúsund vilja kjósa

Wikipedia

Samtals hafa 29.586 nöfn verið skráð í undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, „að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra,“ líkt og segir á vefsíðu söfnunarinnar.

Undirskriftasöfnuninni er einkum beint að frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um úthlutun markrílkvóta. Bolli Héðinsson, hagfræðingur og einn af aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar, sagði í samtali við mbl.is í gær að söfnunin hefði farið fram úr björtustu vonum en þá höfðu rúmlega 28.600 nöfn safnast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert