Tvennt handtekið vegna líkamsárásar

mbl.is/Þórður

Lögreglan á Suðurnesjum handtók síðdegis í dag karl og konu sem eru grunuð um líkamsárás í fjölbýlishúsi í Keflavík. Kona sem varð fyrir árásinni var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og í framhaldinu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hún er ekki alvarlega særð.

Tilkynning um árásina barst á fjórða tímanum í dag. Í fyrstu var talið að um hnífstunguárás hefði verið að ræða og var lögreglan því með töluverðan viðbúnað. Svo reyndist hins vegar ekki vera, en ljóst er að 

Lögreglan segir að meiðsl konunnar séu minniháttar. Fólkið, sem er erlent, hefur ekki áður komið við sögu lögreglu. Það er á fertugsaldri. 

Fólkið verður yfirheyrt nú í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert