230 sumarstörf auglýst

Vinnumálastofnun hefur auglýst laus til umsóknar 230 sumarstörf fyrir námsmenn hjá opinberum stofnunum. Störfin eru ætluð þeim sem eru 18 ára á þessu ári eða eldri og eru á milli anna eða skólastiga. Efnt hefur verið til sambærilegs átaksverkefnis um sumarstörf síðastliðin fimm sumur.

Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað í vor í samræmi við tillögu Vinnumálastofnunar að verja um 150 milljörðum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að skapa störf fyrir námsmenn í sumar hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum. Ráðningartíminn er tveir mánuðir. Störfin skiptast milli opinberra stofnana og sveitarfélaga og eru 230 hjá ríkinu og 135 hjá sveitarfélögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert