Hestaferð á sundfötunum í snjónum

Stúlkurnar fögnuðu komu sumars með hestaferð á sundfötunum
Stúlkurnar fögnuðu komu sumars með hestaferð á sundfötunum mbl.is/Malín Brand

„Stelpunum á staðnum datt í hug að gera myndbandið til að sýna fólkinu sínu heima hvernig veðrið er á Íslandi, en þær eru frá Þýskalandi. Þeim fannst þetta fyndið og voru að gera grín að veðrinu hérna,“ sagði Juliane Kauertz, starfsmaður hjá Pólar hestum, í samtali við mbl.is.

Sumardeginum fyrsta var fagnað um allt land þó víðsvegar væri ekki sumarlegt um að lítast. Starfsfólk Pólar hesta, sem eru rétt fyrir utan Akureyri, létu sitt ekki eftir liggja og fögnuðu komu sumars með því að skella sér á hestbak á sundfötunum einum klæða. Eini gallinn við það var að allt var á kafi í snjó.

Urðu stelpurnar ekkert veikar eftir þetta uppátæki? „Þeim fannst þetta bara hressandi og sögðu að þeim hefði ekki einu sinni verið kalt. Engin þeirra veiktist allavega.“

Snjórinn hefur minnkað síðan á sumardaginn fyrsta en sumarið virðist ekki vera á leiðinni. „Veðrið hérna er ennþá frekar kuldalegt. Það er frost og kuldi en ekki jafn mikill snjór og var.“ Snjórinn og kuldinn stoppar Pólar hesta ekki í sínum hestaferðum. „Nei, við förum í okkar ferðir, það eru yfirleitt stuttir túrar. Ef það er ekki blindbylur þá stoppar okkur ekkert. Það er samt skemmtilegra að fara í útreiðatúr í góðu veðri!“ 

Hér má sjá umrætt myndskeið:

this is how we celebrate summer in iceland#polarhestar

Posted by Katharina K'eudell on Tuesday, May 5, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert